Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 24. maí 2022 18:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 15. sæti: Southampton
Þarna var allt í blóma hjá Southampton, myndin er frá 2-3 sigri á Spurs í febrúar.
Þarna var allt í blóma hjá Southampton, myndin er frá 2-3 sigri á Spurs í febrúar.
Mynd: EPA
Ralph Hasenhuttl getur ekki verið svona ánægður með lokasprettinn.
Ralph Hasenhuttl getur ekki verið svona ánægður með lokasprettinn.
Mynd: Getty Images
James Ward-Prowse er frábær og algjör lykilmaður í liðinu.
James Ward-Prowse er frábær og algjör lykilmaður í liðinu.
Mynd: EPA
Che Adams fagnar hér marki, hann skoraði sjö mörk á tímabilinu.
Che Adams fagnar hér marki, hann skoraði sjö mörk á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Nathan Redmond lagði upp fimm.
Nathan Redmond lagði upp fimm.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu verður tímabilið gert upp á næstu dögum á ýmsan máta. Nú er komið að Southampton sem má segja að hafi siglt nokkuð lignan sjó í vetur.

Ekki byrjaði tímabilið vel fyrir stuðningsmenn Southampton, allavega þegar litið er til stigasöfnunnar. Þeir þurftu að bíða eftir fyrsta sigrinum allt þar til í 8. umferð. Þá höfðu þeir betur gegn Leeds 1-0. Fyrir það hafði liðið gert fjögur jafntefli og tapað þremur. Í næstu þremur leikjum náð liðið í sjö stig en eftir það fór heldur að halla undan fæti.

Eftir sigur á Aston Villa þann 5. nóvember tók við slæmur kafli og liðið vann ekki leik næst fyrr en á öðrum degi jóla. Eftir áramót náði hins vegar Ralph Hasenhuttl að blása auknu lífi í sína menn, þeir fóru í gegnum fyrstu tvo mánuði ársins með fjóra sigra, tvö jafntefli og eitt tap. Það má segja að leikmenn Southampton hafi farið í sumarfrí eftir þessa öflugu lotu.

Uppskeran á vormánuðunum var ekki mikil. Eftir sigur á Norwich í lok febrúar átti liðið eftir að spila tólf deildarleiki. Úr þessum leikjum kom aðeins einn sigur, 1-0 sigur á Arsenal í apríl. Liðið gerði jafnframt tvö jafntefli í leikjunum tólf og tapaði níu. Það má því velta fyrir sér eftir þessa mjög svo slæmu vikur undir lok tímabilsins hvort að það sé ekki farið að hitna vel undir Ralph Hasenhuttl í stjórastólnum. Liðið var kannski aldrei í alvarlegri fallhættu en gengi liðsins á lokasprettinum var langt í frá að vera ásættanlegt.

Besti leikmaður Southampton á tímabilinu:
Hér kemur aðeins einn maður til greina, hann heitir James Ward-Prowse. Þessi 27 ára gamli fyrirliði Southampton er þeirra helsta ógn fram á við, hann hefur vakið mikla athygli fyrir spyrnutækni sína. Ward-Prowse skoraði 10 mörk á tímabilinu sem gerir hann að markahæsta leikmanni liðsins, þá lagði hann einnig upp 5 mörk sem gerir hann að stoðsendingahæsta manni liðsins á tímabilinu ásamt Nathan Redmond.

Þessir sáu um að skora mörkin:
James Ward-Prowse: 10 mörk.
Che Adams: 7 mörk.
Armando Broja: 6 mörk.
Jan Bednarek: 4 mörk.
Mohamed Elyounoussi: 4 mörk.
Adam Armstrong: 2 mörk.
Stuart Armstrong: 2 mörk.
Oriol Romeu: 2 mörk.
Valentino Livramento: 1 mark.
Shane Long: 1 mark.
Nathan Redmond: 1 mark.
Kyle Walker-Peters: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Nathan Redmond: 5 stoðsendingar.
James Ward-Prowse: 5 stoðsendingar.
Che Adams: 3 stoðsendingar.
Adam Armstrong: 2 stoðsendingar.
Ibrahima Diallo: 2 stoðsendingar.
Mohamed Elyounoussi: 2 stoðsendingar.
Oriol Romeu: 2 stoðsendingar.
Kyle Walker-Peters: 2 stoðsendingar.
Valentino Livramento: 1 stoðsending.
Romain Perraud: 1 stoðsending.
Nathan Tella: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Oriol Romeu: 36 leikir.
James Ward-Prowse: 36 leikir.
Mohammed Salisu: 34 leikir.
Armando Broja: 32 leikir.
Kyle Walker-Peters: 32 leikir.
Jan Bednarek: 31 leikur.
Che Adams: 30 leikir.
Mohamed Elyounoussi: 30 leikir.
Valentino Livramento: 28 leikir.
Nathan Redmond: 27 leikir.
Stuart Armstrong: 25 leikir.
Adam Armstrong: 23 leikir.
Ibrahima Diallo: 23 leikir.
Romain Perraud: 20 leikir.
Fraser Forster: 19 leikir.
Alex McCarthy: 17 leikir.
Lyanco: 15 leikir.
Nathan Tella: 14 leikir.
Shane Long: 13 leikir.
Moussa Djenepo: 12 leikir.
Jack Stephens: 11 leikir.
Theo Walcott: 9 leikir.
Yan Valery: 5 leikir.
William Smallbone: 4 leikir.
Willy Caballero: 2 leikir.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Southampton vörnin lak inn mörgum mörkum í vetur, stærsta tap þeirra var 0-6 gegn Chelsea. Alls fékk liðið á sig 67 mörk á tímabilinu, aðeins Norwich, Watford og Leeds fengu á sig fleiri mörk. Þeir áttu þó nokkrar góðar frammistöður og tókst liðinu að halda markinu hreinu í átta leikjum.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
James Ward-Prowse er með mikla yfirburði á þessu sviði eins og öðru hjá Southampton. Hann skilaði inn 159 stigum í vetur.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Southampton á tímabilinu?
Fréttaritarar Fótbolta.net voru heitir þegar kom að því að spá fyrir um gengi Southampton. Í spánni fyrir tímabilið voru þeir settir í 14. sæti, þeir enduðu hins vegar einu sæti neðar.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner
banner
banner