Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 24. maí 2022 10:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 17. sæti: Leeds
Stuðningsmenn Leeds fá áfram að fylgjast með liðinu sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Stuðningsmenn Leeds fá áfram að fylgjast með liðinu sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Raphinha er ávallt líflegur.
Raphinha er ávallt líflegur.
Mynd: Getty Images
Hinn skemmtileg karakter Marcelo Bielsa missti starfið.
Hinn skemmtileg karakter Marcelo Bielsa missti starfið.
Mynd: Getty Images
Jesse Marsch tók við af Bielsea og stýrði liðinu til áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni.
Jesse Marsch tók við af Bielsea og stýrði liðinu til áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips er mikilvægur hlekkur í Leeds liðinu en missti mikið úr vegna meiðsla.
Kalvin Phillips er mikilvægur hlekkur í Leeds liðinu en missti mikið úr vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Daniel James lagði sitt af mörkum eftir komuna frá Manchester United.
Daniel James lagði sitt af mörkum eftir komuna frá Manchester United.
Mynd: Heimasíða Leeds
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu verður tímabilið gert upp á næstu dögum á ýmsan máta. Við byrjum daginn á því að renna yfir gengi Leeds United á nýliðnu tímabili.

Leeds United lauk sínu öðru tímabili í röð í efstu deild á Englandi nú á sunnudaginn. Þegar tímabilið hófst var hinn skemmtilegi karakter Marcelo Bielsa við stjórnvölin, maðurinn sem kom Leeds aftur í úrvalsdeildina eftir margra ára fjarveru. Í fyrsta leik tímabilsins heimsóttu þeir erkifjendur sína í Manchester United á Old Trafford, þar fengu Leeds-arar 5-1 skell.

Tímabilið fór nokkuð erfiðlega af stað, eftir tíu umferðir voru komnir tveir sigrar í hús og fjögur jafntefli. Sama sagan var með varnarleikinn allt tímabilið, ekkert gekk að loka fyrir markið. Í desember fengu þeir tvo skelli, 7-0 gegn City og 1-4 gegn Arsenal.

Janúar mánuður var öllu jákvæðari, þá náðu þeir í fyrsta skipti á tímabilinu að tengja saman sigurleiki, uppskeran í janúar 6 stig úr þremur leikjum. Nokkuð góðum janúar mánuði fylgdi skelfilegur febrúar mánuður sem reyndist afdrifaríkur fyrir Marcelo Bielsa. Eftir fjóra tapleiki í röð þar sem liðið fékk á sig 17 mörk og skoraði tvö missti Bielsa starfið í lok febrúar.

Maðurinn sem var fenginn til að bjarga Leeds frá falli heitir Jesse Marsch, koma hans var staðfest daginn eftir að Bielsa fékk sparkið. Fyrstu tveir leikirnir undir hans stjórn töpuðust en síðan kom flottur kafli sem skilaði ellefu stigum í hús úr 5 leikjum. Fyrir loka umferðina var ljóst að Leeds-arar væru ekki með örlögin í sínum eigin höndum, þeir þurftu að treysta á það að Newcastle myndi ná stigum af Burnley sem þeir gerðu og Leeds vann Brentford á sama tíma. Það tryggði áframhaldandi veru Leeds United í ensku úrvalsdeildinni.

Besti leikmaður Leeds á tímabilinu:
Brasilíumaðurinn Raphinha fær þennan titil. Öflugur, teknískur leikmaður sem mikil ógn er af í sóknaraðgerðum Leeds. Hann skoraði 11 mörk á tímabilinu og lagði upp þrjú. Ekki ólíklegt að einhver lið muni reyna trygga sér þjónustu hans í sumar.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Raphinha: 11 mörk.
Jack Harrison: 8 mörk.
Rodrigo: 6 mörk.
Daniel James: 4 mörk.
Diego Llorente: 3 mörk.
Luke Ayling: 2 mörk.
Patrick Bamford: 2 mörk.
Joe Gelhardt: 2 mörk.
Stuart Dallas: 1 mark.
Mateusz Klich: 1 mark.
Tyler Roberts: 1 mark.
Pascak Struijk: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Daniel James: 4 stoðsendingar.
Raphinha: 3 stoðsendingar.
Luke Ayling: 2 stoðsendingar.
Patrick Bamford: 2 stoðsendingar.
Junior Firpo: 2 stoðsendingar.
Joe Gelhardt: 2 stoðsendingar.
Sam Greenwood: 2 stoðsendingar.
Mateusz Klich: 2 stoðsendingar.
Liam Cooper: 1 stoðsending.
Stuart Dallas: 1 stoðsending.
Adam Forshaw: 1 stoðsending.
Jack Harrison: 1 stoðsending.
Rodrigo: 1 stoðsending.
Kalvin Phillips: 1 stoðsending.
Tyler Roberts: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Illian Meslier: 38 leikir.
Raphinha: 35 leikir.
Jack Harrison: 35 leikir.
Stuart Dallas: 34 leikir.
Mateusz Klich: 33 leikir.
Daniel James: 32 leikir.
Rodrigo: 31 leikur.
Pascal Struijk: 29 leikir.
Diego Llorente: 28 leikir.
Luke Ayling: 26 leikir.
Junir Firpo: 24 leikir.
Tyler Roberts: 23 leikir.
Adam Forshaw: 22 leikir.
Liam Cooper: 21 leikur.
Joe Gelhardt: 20 leikir.
Robin Koch: 20 leikir.
Kalvin Phillips: 20 leikir.
Jamie Shackleton: 14 leikir.
Patrick Bamford: 9 leikir.
Sam Greenwood: 7 leikir.
Crysencio Summerville: 6 leikir.
Charlie Cresswell: 5 leikir.
Lewis Bate: 3 leikir.
Cody Drameh: 3 leikir.
Leo Fuhr Hjelde: 2 leikir.
Kristoffer Klaesson: 1 leikur.
Liam McCarron: 1 leikur.
Stuart McKinstry: 1 leikur.
Hélder Costa: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Leeds var sú næst versta í úrvalsdeildinni á tímabilinu, liðið fékk á sig 79 mörk. Aðeins botnlið Norwich fékk á sig fleiri mörk, 84 talsins. Liðið hélt markinu aðeins fimm sinnum hreinu.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Kemur líklega ekki mörgum á óvart en það er að sjálfsögðu Raphinha sem fékk flest stigin af leikmönnum Leeds, alls 145 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Leeds á tímabilinu? Fréttaritarar Fótbolta.net voru full bjartsýnir fyrir hönd Leeds-ara, þeim var spáð 9. sætinu fyrir tímabilið en niðurstaðan allt önnur eins og allir vita, 17. sætið niðurstaðan.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner