Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Maður vonar að Guardiola sé sáttur og hætti í sumar"
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Guardiola hefur unnið allt sem hægt er að vinna.
Guardiola hefur unnið allt sem hægt er að vinna.
Mynd: EPA
Er með samning út næstu leiktíð.
Er með samning út næstu leiktíð.
Mynd: Getty Images
„Maður vonast til þess að Pep (Guardiola) sé orðinn sáttur og hætti bara í sumar," sagði Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal, léttur í síðasta þætti af hlaðvarpinu Enski boltinn hér á Fótbolta.net.

Annað tímabilið í röð var Arsenal að enda í öðru sæti ensku deildarinnar á eftir lærisveinum Guardiola í Manchester City.

Tekur Arsenal loksins titil eða titla á næsta tímabili?

„Guardiola er þessi hindrun fyrir önnur lið. Klopp útskýrði þetta mjög vel. Þrátt fyrir alla þessa peninga og allt þetta mögulega svindl og rugl sem hefur verið hjá félaginu, þá gæti enginn annar í heiminum gert það sem Guardiola hefur gert með City. Þetta er ótrúlegur kappi; að halda mönnunum mótíveruðum, hvernig hann nær að dreifa álaginu yfir veturinn og toppa á réttum tíma. Hann er algjör ofurhetja í þessu hlutverki," sagði Jón.

„Hann er líka bara óhræddur við að tikka menn út. Jack Grealish spilar frábærlega á síðasta tímabili en er bara algjör 'squad player' á þessu tímabili. Þetta er bara maskína," sagði Magnús Haukur Harðarson.

Jón telur að Guardiola sé búinn að sanna sig sem besti knattspyrnustjóri sögunnar.

„Guardiola hefur haft botnlausa vasa hjá City. Hjá Bayern München tekur hann við liði sem vinnur þrennuna en hann vinnur ekki Meistaradeildina þar. Hvaða leikmenn voru til staðar hjá Barcelona? Ég ætla ekki að taka neitt af honum. Að byggja upp og búa til... þegar hann var að leita sér að hægri bakverði þá keypti hann held ég þrjá á 50 milljónir punda áður en hann endaði með Kyle Walker. Ég veit ekki hversu marga miðverði hann keypti áður en hann lenti á Ruben Dias," sagði Magnús Haukur og bætti við:

„Titlarnir tala sínu máli en fyrir mitt leyti - ég er ekki hlutlaus - en þá er Jurgen Klopp betri þjálfari en Guardiola. Það er bara mín skoðun."

„Mér finnst Guardiola vera sá besti í sögunni. Eitt er að kaupa súperstjörnur og annað er að láta þær vinna sem hluti af liðsheild. Fótbolti er liðsíþrótt. Ég skil hvað Magnús er að tala um að búa til leikmenn en mér finnst hann hafa látið leikmenn vaxa verulega. Hver vissi hver Rodri var þegar hann kom til City? Hann er stórkostlegur leikmaður. Einn af mínum uppáhalds mönnum," sagði Jón.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Þegar partýið er búið
Athugasemdir
banner
banner
banner