Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. júní 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gilmour ræðir við Chelsea um að fara á láni
Billy Gilmour.
Billy Gilmour.
Mynd: EPA
Skoski miðjumaðurinn Billy Gilmour er að ræða við félag sitt, Chelsea, um að fara á láni fyrir næstu leiktíð.

Gilmour, sem er tvítugur, er að spila núna með Skotlandi og hann átti stórleik gegn Englandi um síðustu helgi, í markalausu jafntefli. Hann hefði spilað gegn Króatíu í lokaleik riðilsins hefði hann ekki greinst með kórónuveiruna. Skotland tapaði þeim leik 3-1 og komst ekki í 16-liða úrslit.

Gilmour spilaði 11 leiki með Chelsea á síðustu leiktíð en byrjaði aðeins þrjá deildarleiki.

Hann vill spila meira á næstu leiktíð en til þess þarf hann örugglega að fara frá Chelsea. Hann vill helst vera áfram í ensku úrvalsdeildinni, en ef Rangers kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þá gæti hann farið þangað. Gilmour er uppalinn í Rangers.

Norwich - nýliðar í ensku úrvalsdeildinni - er sagt hafa áhuga á að fá Gilmour á láni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner