Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 24. júní 2021 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið sem Stjörnumenn eru æfir út í - „Kominn 30-40cm út fyrir"
KA menn fagna
KA menn fagna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað mark Elfars Árna í Garðabænum í sumar.
Annað mark Elfars Árna í Garðabænum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„HVAÐ ER ÞETTAAAA!!!!! FLAUTUMARK SEM ER SPRELLIMARK! Stjörnumenn eru æfir af reiði. Þessi bolti var farinn út af, ég er 99% á því. Misskilningur í öftustu línu Stjörnunnar og boltinn virtist vera farinn út af þegar Sveinn Margeir tæklar hann til Elfars Árna sem skorar í tómt markið." skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsingu frá leik Stjörnunnar og KA í gær.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 KA

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði flautu-sigurmark eftir að Sveinn Margeir Hauksson kom boltanum á hann. Boltinn var farinn út fyrir völlinn en það sá aðstoðardómarinn ekki og ekki dómarinn heldur.

Stjörnumenn voru æfir og uppskáru tvö gul spjöld fyrir mótmæli. Þeim fannst illa að sér vegið og skiljanlega.

„Ég veit ekki hvað maður á að segja. Þetta er eitt það skrítnasta sem ég hef lent í inni á fótboltavelli. Allir og ömmur þeirra á vellinum sáu að boltinn var farinn út af. Allir nema blessaða þriðja liðið í þessum leik," sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir leik.

„Þetta er hrikalega dýrt fyrir okkur. Boltinn var kominn 30-40 sentimetra út fyrir, þetta var ekkert vafaatriði. Elfar Árni ákveður að dangla fætinum í hann upp á von og óvon held ég."

„Við getum líka sjálfum okkur um kennt. Við erum verðskuldað yfir þegar það eru 85 á klukkunni. Þeir jöfnuðu eftir að við höfðum fín tök á þessum leik og þeir ekkert að skapa sér. Við getum líka verið svekktir út í okkur sjálfa. Þetta sumar heldur áfram að gefa."


Atvikið má sjá hér að neðan.

„Vá, hann er farinn langt út af boltinn maður," sagði Henry Birgir Gunnarsson sem lýsti leiknum.

Sjá einnig:
Máni býst við því að aðstoðardómarinn verði sendur í frí


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner