Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Smit hjá Kórdrengjum - Leiknum gegn Aftureldingu frestað
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik Aftureldingar og Kórdrengja í Lengjudeild karla hefur verið frestað um óákveðinn tíma en smit kom upp í hópnum hjá Kórdrengjum.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 19:15 í gær en þá bárust fregnir af því að einn aðili sem var nátengdur einum af leikmönnum Kórdrengja hefði smitast af Covid-19.

Leikmenn voru því sendir í skimun og leiknum við Aftureldingu frestað til 14:00 í dag. Það verður hins vegar ekkert af leiknum en það er komið í ljós að einn af leikmönnum Kórdrengja er með veiruna og leiknum því frestað.

Þetta er annar leikurinn sem þarf að fresta í Lengjudeildinni á skömmum tíma en leik Víking Ó. og Fram var frestað eftir að allur leikmannahópur Víkings var sendur í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með veiruna.

Ekki er búið að finna nýjan leiktíma á leikina.


Athugasemdir
banner
banner
banner