Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 24. ágúst 2019 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Höskulds mjög ósáttur: Ætlar að taka leikinn af okkur
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari Leiknis, fékk rauða spjaldið.
Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari Leiknis, fékk rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er að sjálfsögðu hrikalega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli gegn Þór í Inkasso-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

„Við hlupum, djöfluðumst og vorum töluvert betra liðið. Þeir áttu einn stuttan kafla, annars fannst mér við ganga frá Þórsurunum í dag. Mér fannst við töluvert betri, þeir skapa sér eiginlega engin færi fyrir utan markið."

„Við erum einum færri í 60 mínútur, þeir detta niður 3-4 með krampa á meðan mér finnst við hlaupa yfir þá. Þeir eru einum fleiri og halda boltanum meira í seinni hálfleiknum, en eru ekki hættulegir í eina sekúndur. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta."

Það dró heldur betur til tíðinda tæpum 10 mínútum eftir að Þórsarar komust yfir í leiknum. Þá fékk Bjarki Aðalsteinsson, miðvörður Leiknis, rauða spjaldið. Við þann dóm voru Breiðhyltingar afar ósáttir við.

„Þetta er eitt glórulausasta atvik sem ég hef séð. Hann ætlar bara að taka leikinn af okkur. Það er línuvörðurinn sem kallar þetta, það er einhver bekkjarfélagi þeirra í skólanum, píparinn á Akureyri var að dæma þetta. Þetta er til háborinnar skammar."

Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leikinn. Á samfélagsmiðlinum Twitter var birt mynd af honum í Þórsbúningi. Blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson setur ummæli við myndina: „Þessi mynd hlýtur að vera eitthvert sprell. Sigurður er ekki Þórsari - hvað sem ykkur kann að finnast um hann í dag!"

Sigurður, þjálfari Leiknis, var samt sem áður spurður út í myndina.

„Þetta er gjörsamlega til skammar. Hann var í alls konar vitleysu þessi blessaði drengur. Þetta er óboðlegt og á ekki að sjást."

Leiknir er í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum frá öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Um framhaldið sagði Sigurður: „Við erum á hörkuflugi. Það hefði verið gaman að fá þrjú punkta í dag, en við erum sáttir með eitt stig. Við vinnum næsta leik og sjáum svo til."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner