Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 24. ágúst 2019 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Höskulds mjög ósáttur: Ætlar að taka leikinn af okkur
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari Leiknis, fékk rauða spjaldið.
Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari Leiknis, fékk rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er að sjálfsögðu hrikalega stoltur af liðinu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli gegn Þór í Inkasso-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

„Við hlupum, djöfluðumst og vorum töluvert betra liðið. Þeir áttu einn stuttan kafla, annars fannst mér við ganga frá Þórsurunum í dag. Mér fannst við töluvert betri, þeir skapa sér eiginlega engin færi fyrir utan markið."

„Við erum einum færri í 60 mínútur, þeir detta niður 3-4 með krampa á meðan mér finnst við hlaupa yfir þá. Þeir eru einum fleiri og halda boltanum meira í seinni hálfleiknum, en eru ekki hættulegir í eina sekúndur. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta."

Það dró heldur betur til tíðinda tæpum 10 mínútum eftir að Þórsarar komust yfir í leiknum. Þá fékk Bjarki Aðalsteinsson, miðvörður Leiknis, rauða spjaldið. Við þann dóm voru Breiðhyltingar afar ósáttir við.

„Þetta er eitt glórulausasta atvik sem ég hef séð. Hann ætlar bara að taka leikinn af okkur. Það er línuvörðurinn sem kallar þetta, það er einhver bekkjarfélagi þeirra í skólanum, píparinn á Akureyri var að dæma þetta. Þetta er til háborinnar skammar."

Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leikinn. Á samfélagsmiðlinum Twitter var birt mynd af honum í Þórsbúningi. Blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson setur ummæli við myndina: „Þessi mynd hlýtur að vera eitthvert sprell. Sigurður er ekki Þórsari - hvað sem ykkur kann að finnast um hann í dag!"

Sigurður, þjálfari Leiknis, var samt sem áður spurður út í myndina.

„Þetta er gjörsamlega til skammar. Hann var í alls konar vitleysu þessi blessaði drengur. Þetta er óboðlegt og á ekki að sjást."

Leiknir er í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum frá öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Um framhaldið sagði Sigurður: „Við erum á hörkuflugi. Það hefði verið gaman að fá þrjú punkta í dag, en við erum sáttir með eitt stig. Við vinnum næsta leik og sjáum svo til."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner