Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. september 2020 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: HK styrkti stöðu sína á toppnum
Mynd: Bernhard Kristinn
Fram 2 - 5 HK
0-1 Sara Freysdóttir ('2)
1-1 Sigurlaug Sara Þórsdóttir ('21)
1-2 María Lena Ásgeirsdóttir ('24)
2-2 Salka Ármannsdóttir ('45)
2-3 Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir ('45)
2-4 María Lena Ásgeirsdóttir ('55)
2-5 Karen Sturludóttir ('60)

HK styrkti stöðu sína á toppi 2. deildar kvenna með góðum útisigri gegn Fram í Safamýri í kvöld.

HK tók forystuna tvisvar í fyrri hálfleik en Fram jafnaði tvisvar. HK fór hins vegar með forystu inn í hálfleikinn eftir að hafa skorað rétt áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist.

Staðan var 3-2 í hálfleik og gestirnir úr Kópavogi gengu frá leiknum með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

María Lena Ásgeirsdóttir og Karen Sturludóttir voru báðar á skotskónum fyrir HK í kvöld en þær hafa saman skorað 30 mörk í sumar; María 17 og Karen 13.

HK er með 34 stig, átta stigum meira en Grindavík, sem er í öðru sæti, en Grindvíkingar þrjá leiki til góða. HK á eftir að spila einn leik á tímabilinu og það er einmitt gegn Grindavík. Fram er á botni deildarinnar með tíu stig.
Athugasemdir
banner
banner