Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 24. október 2020 13:11
Aksentije Milisic
Byrjunarliðin í El Clasico: Ramos byrjar - Griezmann á bekknum
Mynd: Getty Images
Barcelona og Real Madrid mætast í stórleik umferðarinnar í La Liga deildinni á Spáni. Leikið er á Nou Camp vellinum í Barcelona.

Real Madrid er í þriðja sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Liðið tapaði illa gegn nýliðunum í Cadiz á heimavelli í síðustu umferð og þá tapaði liðið einnig í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Mikið hefur verið rætt um það að sæti Zinedine Zidane, þjálfara liðsins, sé orðið mjög heitt.

Barcelona er í tíunda sæti með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið á inni tvo leiki inni á sum lið í deildinni. Lionel Messi, fyrirliðið liðsins, hefur ekki skorað í El Clasico síðan í maí mánuði árið 2018.

Hjá Barcelona eru Messi, Coutinho og Ansu Fati allir í byrjunarliðinu. Osman Dembele, Antonie Griezmann og Miralem Pjanic eru allir á bekknum.

Sergio Ramos er kominn aftur í liðið hjá Real Madrid en hann hefur átt við smávægileg meiðsli að stríða. Þrír fremstu hjá Real eru þeir Vinicius Junior, Karim Benzema og Marco Asensio.

Barcelona: Neto, Dest, Piqué, Lenglet, Alba, Busquets, De Jong, Pedri, Coutinho, Ansu Fati, Messi.

Real Madrid: Courtois, Ramos, Varane, Nacho, Kroos, Benzema, Asensio, Casemiro, Valverde, Vinicius, Mendy.

Athugasemdir
banner
banner
banner