Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 24. október 2020 16:32
Ívan Guðjón Baldursson
Willum í sigurliði BATE - Daníel Leó í hóp hjá Blackpool í fyrsta sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson spilaði fyrstu 50 mínútur leiksins er BATE Borisov lagði Vitebsk að velli í efstu deild hvítrússneska boltans.

Willum var skipt af velli vegna smávægilegra ökklameiðsla eftir að hafa fengið spark frá leikmanni gestanna. Hann átti góðan leik og ætti að ná næsta leik liðsins sem er toppslagur gegn Shaktyor Soligorsk 7. nóvember.

Willum var skipt útaf í stöðunni 1-0 og urðu lokatölur 3-1 fyrir BATE sem er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar.

BATE 3 - 1 Vitebsk
1-0 M. Skavysh ('43)
2-0 M. Skavysh ('63)
2-1 D. Chalov ('68)
3-1 N. Milic ('83)

Daníel Leó Grétarsson var þá í leikmannahópi Blackpool í fyrsta sinn og horfði á liðsfélaga sína leggja MK Dons að velli.

Daníel Leó er 25 ára gamall varnarmaður sem er nýkominn til Blackpool eftir fimm ár hjá Álasund í Noregi.

Blackpool leikur í C-deildinni á Englandi og er með sjö stig eftir átta umferðir.

Blackpool 1 - 0 MK Dons
1-0 Sullay Kaikai ('66)
Athugasemdir
banner
banner
banner