Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 24. október 2024 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur leikmaður Man Utd sem er orðið ómögulegt að hundsa
Gabriele Biancheri.
Gabriele Biancheri.
Mynd: Getty Images
Gabriele Biancheri er leikmaður sem hefur verið að taka fyrirsagnirnar í kringum unglingalið Manchester United á yfirstandandi tímabili.

„Hann var keyptur frá Cardiff í febrúar 2023 og síðan þá hefur orðið ómögulegt að hundsa hann," segir í grein Manchester Evening News um framherjann efnilega.

Biancheri sem er frá Wales hefur gert 21 mark í 28 deildarleikjum fyrir U18 lið Man Utd. Hann hefur gert 14 mörk fyrir unglingalið United á yfirstandandi tímabili og er einnig byrjaður að skora fyrir U21 liðið.

„Hann hefur skorað mikið af mörkum fyrir bæði félagslið og landslið, og það er ekkert skrítið að starfsfólk United sé gríðarlega spennt fyrir honum," segir jafnframt í greininni.

Biancheri er nýorðinn 18 ára en það er spennandi að sjá hvenær hann fær sitt fyrsta tækifæri með aðalliði United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner