Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 24. nóvember 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Henderson vill vera áfram hjá Man Utd
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að Dean Henderson vilji vera áfram hjá félaginu.

Henderson sló í gegn á láni hjá Sheffield United á síðasta tímabili en í dag er hann varamarkvörður hjá United fyrir David De Gea.

Henderson er í baráttu um sæti í enska landsliðshópnum fyrir EM næsta sumar og orðrómur hefur verið um að hann gæti farið á lán í janúar til að fá spiltíma.

Miðað við orð Solskjær verður Henderson hins vegar áfram á Old Trafford.

„Dean vill vera áfram hjá Manchester United og spila fyrir Manchester United," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner