Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   fim 24. nóvember 2022 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Sádi-Arabar vilja kaupa Man Utd og Liverpool
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Abdulaziz bin Turki Al Saud, prins og íþróttamálaráðherra Sádi-Arabíu, segist styðja við tillögur sem snúa að því að fjárfesta í ensku úrvalsdeildarfélögunum Manchester United og Liverpool.


Man Utd og Liverpool eru söguleg stórveldi og eru eigendur beggja félaga taldir vera reiðubúnir til að selja fyrir rétta upphæð.

Fjárfestahópar frá Sádi-Arabíu hafa verið orðaðir við kaup á félögunum og er ljóst að hlutar stuðningsmanna beggja félaga verða óhressir með þau áform.

Sádi-arabíska ríkisstjórnin studdi kaup á Newcastle í fyrra og mun styðja við frekari kaup á úrvalsdeildarfélögum. Ekki er talað um með hversu beinum hætti.

„Ég get sagt að það er mikill áhugi á fótbolta hérna í Sádi-Arabíu og enska úrvalsdeildin er þar í fyrsta sæti. Við munum styðja við bakið á einkaaðilum frá Sádi sem vilja fjárfesta í úrvalsdeildinni. Af hverju ættum við ekki að gera það?" sagði prinsinn, sem er stoltur af gengi Newcastle eftir eigendaskiptin þar á bæ.

„Þeir hafa farið frábærlega af stað og ég veit að markmiðin eru háleit. Ég veit að markmiðið hjá eigendum Newcastle er að vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina í framtíðinni."

Abdulaziz var svo spurður út í möguleikann á að Cristiano Ronaldo skipti yfir í sádi-arabíska boltann þar sem hann er samningslaus eftir rifrildi við Manchester United.

„Það væri frábært að fá Ronaldo í sádi-arabísku deildina, það myndi gera mjög mikið fyrir fótboltann í landinu. Hann myndi veita ungum leikmönnum mikla hvatningu, hann er fyrirmynd fyrir mikinn fjölda fólks og er elskaður af mörgum hér í Sádi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner