þri 25. janúar 2022 18:09
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Tvö rauð spjöld er Mane skaut Senegal í 8-liða úrslit
Sadio Mane var hetjan í kvöld
Sadio Mane var hetjan í kvöld
Mynd: EPA
Senegal 2 - 0 Grænhöfðaeyjar
1-0 Sadio Mane ('63 )
2-0 Seny Dieng ('90 )
Rautt spjald: ,Patrick Andrade, Cape Verde ('21)Vozinha, Cape Verde ('57)

Senegal er komið í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar eftir 2-0 sigur á Grænhöfðaeyjum í dag. Sadio Mane skoraði sigurmarkið gegn níu leikmönnum Grænhöfðaeyja.

Það tók Mane aðeins 40 sekúndur að eiga fyrsta færi leiksins en skot hans í stöng.

Á 21. mínútu var Patrick Andrade, leikmaður Grænhöfðaeyja, rekinn af velli fyrir tæklingu á Pape Gueye. Hann fékk gult spjald frá dómaranum en var beðinn um að skoða VAR-skjáinn og breytti litnum á spjaldinu í rautt.

Það var alveg ljóst hvert markmið Grænhöfðaeyja var í byrjun síðari hálfleiks. Það var að halda núllinu. Vörnin var djúp og erfitt fyrir Senegal að brjóta þá á bak aftur.

Markvörður Grænhöfðaeyja, Vozinha, bætti gráu ofan á svart er hann fékk rautt spjald eftir að hafa lent í samstuði við Mane. Það kom hár bolti í átt að teignum og Mane var klár í fara í hann en þá mætti Vozinha út úr teignum og skallaði Mane.

Sex mínútum síðar gerði Mane sigurmarkið. Ismaila Sarr kom með boltann inn í teiginn, skallaðu frá á Mane sem lagði afgreiddi hann af yfirvegun í slá og inn. Glæsilegt mark.

Senegal fékk færin til að jarða þennan leik hvað eftir annað en annað markið kom ekki fyrr en í uppbótartíma síðari hálfleiks frá Seny Dieng eftir sendingu frá Famara Diedhiou.

Senegal fer í 8-liða úrslit og mætir þar Malí eða Miðbaugs-Gíneu.
Athugasemdir
banner
banner
banner