þri 25. janúar 2022 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Magnað aukaspyrnumark Hakimi - „Besti hægri bakvörður í heimi"
Achraf Hakimi og Kylian Mbappe
Achraf Hakimi og Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Achraf Hakimi skoraði stórglæsilegt aukaspyrnumark og tryggði Marokkó 2-1 sigur á Malaví í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í kvöld en þetta var annað aukaspyrnumark hans í keppninni.

Hann skoraði eftirminnilega í síðustu umferð riðlakeppninnar og tryggði Marokkó efsta sætið í 2-2 jafntefli gegn Gabon og fylgdi svo á eftir með frábæru marki í kvöld.

Hakimi skoraði á 70. mínútu. Hann stillti boltanum af um það bil 30 metra færi og þrumaði boltanum í samskeytin hægra megin.

Kylian Mbappe, samherji hans hjá Paris Saint-Germain, var greinilega að horfa því hann hrósaði Hakimi í hástert.

„ACHRAF HAKIMI. BESTI HÆGRI BAKVÖRÐUR Í HEIMI. GÓÐA NÓTT ALLIR," skrifaði Mbappe með hástöfum. Markið má sjá hér fyrir neðan.

Markið hjá Hakimi


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner