Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. janúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enginn haldið jafn oft hreinu í stærstu deildum Evrópu
Mynd: EPA

Newcastle er með yfirhöndina gegn Southampton í enska deildabikarnum fyrir síðari leikinn á St James' Park í næstu viku þar sem liðið hafði betur í gær í fyrri leik liðanna í undanúrslitum.


Nick Pope var stórkostlegur í leiknum en þetta er í sextánda sinn sem hann heldur markinu hreinu í öllum keppnum á þessu tímabili.

Það er sturluð staðreynd að ekkert lið í stóru fjórum deildunum í Evrópu hefur haldið marki sínu hreinu jafn oft og Newcastle á þessari leiktíð.

Pope gekk til liðs við félagið frá Burnley í sumar en í gær var það tíundi leikurinn í röð sem hann heldur hreinu í.


Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner