Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. janúar 2023 23:53
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Dembele skaut Barcelona áfram
Ousmane Dembele var hetja Barcelona
Ousmane Dembele var hetja Barcelona
Mynd: EPA
Leikmenn Osasuna fagna sigurmarkinu
Leikmenn Osasuna fagna sigurmarkinu
Mynd: Getty Images
Barcelona og Osasuna tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslit spænska konungsbikarsins.

Börsunga lögðu Real Sociedad að velli, 1-0, á Nou Camp. Gestirnir spiluðu manni færri frá 40. mínútu eftir að Brais Mendez fékk rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Sergio Busquets. Hann fékk upprunalega gult spjald en því var breytt af VAR.

Ousmane Dembele skoraði sigurmarkið á 52. mínútu. Hann fékk sendingu frá Jules Kounde og keyrði upp hægri vænginn áður en hann leitaði í átt að teignum og skoraði með laglegu skoti.

Alexander Sorloth fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn áður en Gavi þrumaði boltanum í slá. Undir lok leiksins komst Robert Navarro í dauðafæri er hann var einn á einn gegn Marc-andre ter Stegen en Þjóðverjinn gerði vel og varði.

Barcelona er því áfram og mun spila í undanúrslitum bikarsins í ár en það er Osasuna sem fylgir liðinu þangað eftir að hafa unnið Sevilla, 2-1, eftir framlengdan leik.

Sigur Osasuna var verðskuldaður. Liðið komst yfir í gegnum Ezequiel Avila á 71. mínútu en Osasuna hafði reynt nokkrum sinnum á Yassine Bounou, markvörð Sevilla, áður en það braut ísinn í gegnum Avila.

Sevilla tókst að jafna metin undir lok venjulegs leiktíma er Youssef En-Nesyri skoraði. Leikurinn því framlengdur en í fyrri hluta framlengingarinnar skoraði Abdessamad Ezzalzouli sigurmarkið fyrir Osasuna.

Hann gerði annað mark undir lok seinni hluta framlengingarinnar en það mark var dæmt af vegna brots í aðdragandanum. Osasuna fer því með Börsungum í undanúrslit.

Úrslit og markaskorarar:

Barcelona 1 - 0 Real Sociedad
1-0 Ousmane Dembele ('52 )
Rautt spjald: Brais Mendez, Real Sociedad ('40)

Osasuna 2 - 1 Sevilla
1-0 Ezequiel Avila ('71 )
1-1 Youssef En-Nesyri ('90 )
2-1 Abdessamad Ezzalzouli ('99 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner