Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 25. maí 2019 16:54
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tranmere upp um deild annað árið í röð
Newport County 0 - 1 Tranmere Rovers
0-1 Connor Jennings ('119)
Rautt spjald:

Tranmere Rovers afrekaði það að komast beint upp úr ensku D-deildinni á sínu fyrsta tímabili eftir að hafa komist upp úr utandeildinni.

Tranmere mætti Newport County í úrslitaleik umspilsins til að komast upp í C-deildina og var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma. Mark O'Brien, varnarmaður Newport, fékk sitt annað gula spjald á 89. mínútu og framlengingin því spiluð 10 gegn 11.

Tranmere fann ekki mikið af glufum og stefndi í vítaspyrnukeppni en Connor Jennings náði að koma knettinum í netið á lokamínútunum. Jennings, sem leikur á vinstri kanti, fékk góða fyrirgjöf frá Jake Caprice og skoraði með skalla.

Mike Dean, úrvalsdeildardómari, er mikill stuðningsmaður Tranmere og var í miklu stuði í stúkunni eins og oft áður á leikjum liðsins. Þetta er frábær sigur fyrir Tranmere og sögulegt afrek.
Athugasemdir
banner
banner