mán 25. maí 2020 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Lyon skrifar bréf til stjórnvalda - Vill klára tímabilið
Jean-Michel Aulas
Jean-Michel Aulas
Mynd: Getty Images
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon í Frakklandi, hefur skrifað bréf til franskra stjórnvalda en þar berst hann gegn því að flauta tímabilið af í frönsku deildinni.

Frönsk stjórnvöld ákváðu að flauta tímabilið af í Frakklandi og var Lyon eitt af þeim félögum sem tapaði hvað mest á niðurstöðunni en félagið mun ekki spila í Evrópukeppni á næstu leiktíð og verður því af mikið af peningum.

Aulas telur að þessi ákvörðun um að enda tímabilið í Frakklandi hafi verið tekin í flýti og vonast hann til að ákvörðunin verði tekin til baka.

Hann er þá vonsvikinn með að stjórn deildarinnar hafi ekki reynt að vinna að lausn til að klára tímabilið líkt og í öðrum stærri deildum í Evrópu.

Sjá einnig:
Aulas: Þetta er skandall - Líður eins og hálfvitum


Athugasemdir
banner
banner