Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gavi ekki búinn að framlengja - „Skil ekki af hverju hann er að bíða með þetta"
Gavi
Gavi
Mynd: Getty Images
Spænski táningurinn Gavi hefur ekki framlengt samning sinn við Barcelona en Joan Laporta, forseti félagsins, furðar sig á vinnubrögðum umboðsmannsins.

Gavi er aðeins 17 ára gamall og hefur nú þegar stimplað sig inn í byrjunarliði Börsunga og unnið sér sæti í byrjunarliði spænska landsliðsins.

Hann spilaði 48 leiki fyrir Barcelona er liðið hafnaði í 2. sæti spænsku deildarinnar og hefur þá skorað 2 mörk og lagt upp önnur 6 mörk.

Börsungar hafa síðustu mánuði verið í samningaviðræðum við Gavi en hann hefur ekki enn samþykkt tilboð félagsins.

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur einnig verið að skoða það að fá Gavi en Laporta er orðinn örvæntingafullur og vill að hann skrifi undir sem allra fyrst. Samningur hans rennur út á næsta ári.

„Við getum ekki skilið af hverju umboðsmaðurinn hans Gavi er að fresta því að framlengja. Við erum að bíða," sagði Laporta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner