KA fær Víking í heimsókn í Bestu deildinni í kvöld en þetta er önnur viðureign liðanna á tæpum mánuði. Átta umferðum er lokið en leikur kvöldsins er liður í 15. umferð.
Leiknum er flýtt vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppni.
Lestu um leikinn: KA 0 - 4 Víkingur R.
Það eru fimm breytingar á liði KA frá tapi gegn Blikum í síðustu umferð. Kristijan Jajalo er kominn í markið á kostnað Steinþórs Márs Auðunssonar.
Birgir Baldvinsson, Sveinn Margeir Hauksson, Hrannar Björn Steingrímsson og Ívar Örn Árnason eru ekki í byrjunarliðinu í dag. Sveinn Margeir er á bekknum. Pætur Petersen, Kristoffer Forgaard Paulsen, Ingimar Torbjörnsson Stöle og Þorri Mar Þórisson koma inn í liðið.
Það eru tvær breytingar á liði Víkings sem vann HK. Karl Friðleifur Gunnarsson tekur út leikbann og Viktör Örlygur Andrason er ekki í hóp. Davíð Örn Atlason og Halldór Smári Sigurðsson koma inn.
Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Daníel Hafsteinsson
8. Pætur Petersen
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
16. Kristoffer Forgaard Paulsen
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
27. Þorri Mar Þórisson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |