Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   fim 25. maí 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Di Maria vildi vera áfram en fær ekki nýjan samning
Angel Di Maria.
Angel Di Maria.
Mynd: EPA
Argentínski kantmaðurinn Angel Di Maria mun yfirgefa herbúðir Juventus í sumar þegar samningur hans hjá félaginu rennur út.

Þetta herma heimildir Goal.

Di Maria sagði fyrir tveimur vikum síðan að hann ætlaði sér að vera áfram hjá Juventus en félagið ákvað að fara aðra leið og ætlar ekki að endursemja við leikmanninn.

Di Maria hefur leikið 38 leiki í öllum keppnum hjá félaginu á þessari leiktíð.

Sagan segir að Di Maria stefni á að spila áfram í Evrópu á næstu leiktíð til auka líkur sínar á því að spila í Suður-Ameríkubikarnum með Argentínu á næsta ári. Di Maria er orðinn 35 ára gamall en hann hefur verið orðaður við Rosario Central í heimalandi sínu, Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner