Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 25. maí 2023 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Willian gæti verið áfram hjá Fulham
Brasilíski leikmaðurinn Willian gæti verið áfram hjá Fulham á næsta tímabili en þetta segir Fabrizio Romano í dag.

Willian, sem er 34 ára, kom til Fulham á frjálsri sölu í september á síðasta ári og gerði þá eins árs samning við félagið.

Í þeim 26 deildarleikjum sem hann hefur spilað hefur honum tekist að koma að tíu mörkum.

Fulham er nú í viðræðum við leikmanninn um að framlengja samning hans um eitt ár en félagið mun þó fá samkeppni.

Það er mikill áhugi á Willian, bæði í Evrópu og frá liðum í Sádi-Arabíu en framtíð hans mun ráðast á næstu vikum.
Athugasemdir