Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 25. júní 2019 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Sindri Snær: Vonandi verða læti aftur á morgun
Sindri Snær.
Sindri Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV fær Víking Reykjavík í heimsókn til Vestmannaeyja á morgun þegar liðið mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Fer leikurinn fram klukkan 18:00. Fótbolti.net í samtarfi við MS er að gefa miða á leikinn.

Fyrirliði ÍBV, Sindri Snær Magnússon var í byrjunarliði ÍBV í 3-1 tapi liðsins gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Sindri Snær hefur verið að koma til baka eftir meiðsli sem hann hlaut í byrjun sumars.

„Ég er byrjaður að æfa á fullu núna síðustu tvær til þrjár vikur og vonandi heldur það bara áfram og ég get farið á fleygiferð og komið mér í enn betra leikform," sagði Sindri Snær í samtali við Fótbolta.net.

ÍBV fór í bikarúrslit tvö ár í röð, sumarið 2016 og 2017 og varð til að mynda Bikarmeistarar seinna árið. Sindri Snær segir að liðið leggi mikla áherslu á að ná langt í bikarnum.

„Það er ekkert skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki og það er engin undanteking í ár. Við höfum spilað vel í bikarnum hingað til og vonumst til að halda því áfram," sagði Sindri sem býst við hörkuleik á morgun.

„Bæði lið vilja henda sér í undanúrslit, Orkumótið er að byrja hérna á fimmtudaginn og vonandi verður góð mæting. Þetta verður leikur þar sem bæði lið leggja allt í sölurnar. Það voru læti hérna síðast þegar við mættumst og vonandi aftur núna."

Sindri Snær segir að ÍBV-liðið eigi mikið inni. Liðið situr á botni Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig að loknum níu leikjum, fimm stigum frá öruggu sæti.

„Þetta hefur byrjað alltof hægt og við eigum mikið inni. Það er okkar að sýna það hinsvegar og það hefur ekki tekist hingað til. Það hafa verið margir góðir kaflar og slæmir en við þurfum bara að hækka okkar level og þá getum við farið að sjá úrslitin lagast. Það þarf að hafa fyrir því en við teljum okkur hafa lið í að snúa þessu gengi við," sagði Sindri Snær að lokum.

Miðvikudagur 26. júní
ÍBV - Víkingur R.

Fimmtudagur 27. júní
FH - Grindavík
KR - Njarðvík
Breiðablik - Fylkir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner