Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. júlí 2021 07:00
Victor Pálsson
Kalajdzic um sögusagnirnar: Sjáum til ef eitthvað hentar
Mynd: Stuttgart
Sasa Kalajdzic, leikmaður Stuttgart, hefur tjáð sig um þær sögusagnir að hann sé mögulega á leið til Chelsea í sumar.

Kalajdzic er mjög hávaxinn framherji sem myndist reynast Chelsea ódýrari kostur en að næla í Erling Haaland, framherja Dortmund.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er talinn horfa til heimalandsins á Kalajdzic sem skoraði 17 mörk með Stuttgart á síðustu leiktíð.

„Auðvitað get ég séð mig framlengja samninginn en það þyrfti einnig að passa. Það er ekki bara ég sem ákveð það," sagði Kalajdzic.

„Eitthvað þyrfti að koma á borðið sem hentar og svo sjáum við til. Ef það er eitthvað sem hrífur mig verulega þá mun ég gera það."

„Ég er rólegur og hugsa ekki of mikið um þetta. Ég er bara að skemmta mér með vinum mínum núna og undirbý mig fyrir hverja æfingu."

Athugasemdir
banner
banner