mán 25. júlí 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Mætti tvisvar of seint og var settur til hliðar af Ten Hag
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Erik ten Hag hafi sett leikmann Manchester United í agabann eftir að hann mætti tvisvar of seint þegar liðið kom saman í æfingaferð sinni.

United hefur verið við æfingar í Taílandi og Ástralíu þar sem leikmenn liðsins hafa fengið að kynnast ströngum reglum Ten Hag. Agi er upphaf árangurs.

Leikmaðurinn sem var settur til hliðar af Ten Hag hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum en miðað við umræðuna á Twitter er um að ræða argentínska ungstirnið Alejandro Garnacho sem er 18 ára gamall.

Ten Hag tók hann úr leikmannahópnum tímabundið og hefur látið leikmönnum það ljóst að þeir komast ekki upp með hvað sem er undir hans stjórn.

United mætir Atletico Madrid í Osló á laugardaginn og leikur svo við Rayo Vallecano á Old Trafford aðeins sólarhring síðar. Ten Hag mun væntanlega velja tvö ólík byrjunarlið og gefa sem flestum mönnum leiktíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner