Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. ágúst 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - KR nálgast titilinn
Gríðarleg spenna í Pepsi Max-kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í Pepsi Max-deildunum í dag og verða þrír leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport og Sport 3.

Dagurinn byrjar í Reykjanesbæ þar sem Keflavík tekur á móti KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max-deild kvenna. Keflavík er í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir, þremur stigum eftir KR. Leikurinn verður sýndur beint.

Topplið Vals heimsækir Fylki á meaðn Breiðablik, sem er í öðru sæti, fær Stjörnuna í heimsókn.

Þór/KA og Selfoss mætast í baráttunni um þriðja sætið og þá eigast ÍBV og HK/Víkingur við í fallbaráttunni. Spennandi umferð í dag.

Fyrsti leikur dagsins í efstu deild karla fer fram á Akureyri. KA tekur á móti toppliði KR sem setur aðra höndina á titilinn með sigri.

FH tekur svo á móti Breiðablik í stórleik. Liðin eru að berjast um annað sætið og þurfa bæði sigur í kvöld til að eiga möguleika á að ná toppsætinu af KR á lokasprettinum.

Síðasti leikur kvöldsins er svo fallbaráttuslagur Víkings R. og Grindavíkur.

Þá fara fimm leikir fram í 2. deild karla þar sem hart er barist um öll sæti. Toppbaráttan er gífurlega spennandi og mætast fjögur efstu liðin í dag.

Selfoss getur komið sér aftur inn í titilbaráttuna með sigri gegn Leikni F. á meðan Vestri og Víðir mætast einnig.

KFG er búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í mikilli fallhættu. Liðið þarf sigur á útivelli gegn Völsungi til að vera ekki skilið eftir í fallsæti.

Dalvík/Reynir getur þá ennþá reynt að blanda sér í toppbaráttuna og þarf sigur gegn fallbaráttuliði Kára.

Pepsi Max-deild karla
16:00 KA-KR (Greifavöllurinn - Stöð 2 Sport)
18:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur - Stöð 2 Sport)
19:15 Víkingur R.-Grindavík (Víkingsvöllur)

Pepsi Max-deild kvenna
14:00 Þór/KA-Selfoss (Þórsvöllur)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
14:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
14:00 Keflavík-KR (Nettóvöllurinn - Stöð 2 Sport 3)
14:00 ÍBV-HK/Víkingur (Hásteinsvöllur)

2. deild karla
13:00 Fjarðabyggð-ÍR (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Vestri-Víðir (Olísvöllurinn)
14:00 Selfoss-Leiknir F. (JÁVERK-völlurinn)
15:00 Dalvík/Reynir-Kári (Dalvíkurvöllur)
16:00 Völsungur-KFG (Húsavíkurvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner