Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. ágúst 2019 11:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ndidi hugsar um lífið eftir fótboltann - Í viðskiptafræðinámi við DMU
Draumurinn að auka við læsi heima fyrir
Mynd: Getty Images
Wilfred Ndidi er 22 ára miðjumaður Leicester City í ensku úrvalsdeildinni. Hann er full meðvitaður um það að lífið er ekki einungis fótbolti og er í námi meðfram því að leika í úrvalsdeildinni.

Ndidi kom til Leicester frá Genk árið 2017 og hefur fest sig í sessi í byrjunarliði Leicester. Hann var í liði Leicester og skoraði mark liðsins þegar það gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea um síðustu helgi en lék ekki með liðinu í gær í 1-2 útisigri á Sheffield United.

Ndidi er í námi við De Montfort háskólann (DMU). Þar er hann að læra viðskipti og stjórnun.

Ndidi segist ekki hafa haft mikinn möguleika á því að mennta sig í Nígeríu þar sem hann er fæddur og uppalinn.

„Í Nígeríu fá ekki allir tækifæri til þess að ganga í skóla, ég vil heldur gera það en að sitja heima eftir æfingar. Mér finnst betra að mæta í DMU og fara í kennslutíma."

„Kennararnir sýna stöðu minni skilning og hjálpa mér mikið við námið þar sem ég skil ekki allt í náminu auk þess sem ég missi af einhverjum tímum vegna æfinga."

„Minn draumur er að hjálpa krökkum í Nígeríu við það að læra að lesa. Foreldrar hafa ekki efni á því að senda börn í skóla. Mig langar einnig að búa til knattspyrnuaðstöðu þar sem nemendur geta komið og stundað knattspyrnu meðfram námi. Mér finnst mikilvægt að fólk læri meira en bara það sem það gerir í daglegu lífi."
Athugasemdir
banner
banner
banner