Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 17:20
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu flottasta mark ársins - Vann Puskas verðlaunin
Santiago Montiel.
Santiago Montiel.
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Santiago Montiel, vængmaður Independiente, hefur hlotið Puskas verðlaunin fyrir flottasta mark ársins 2025.

Markið stórkostlega skoraði hann í maí á þessu ári, gegn Independiente Rivadavia.

Montiel sigraðist á þyngdarlögmálinu með þessu marki, sem sjá má hér að neðan. Hann er annar Argentínumaðurinn í röð sem hlýtur þessi verðlaun en Alejandro Garnacho átti flottasta markið 2024.

Verðlaunin eru nefnd í höfuðið á Ferenc Puskás, ungverska sóknarmanninum sem þekktur var fyrir stórglæsileg mörk.


Athugasemdir
banner