Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   þri 16. desember 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
West Ham telur kaupin „ein verstu mistökin“
AC Milan vill fá Niclas Fullkrug.
AC Milan vill fá Niclas Fullkrug.
Mynd: EPA
Ítalska félagið AC Milan undirbýr lánstilboð í Niclas Fullkrug, þýska sóknarmanninn hjá West Ham. Fullkrug er ekki hluti af áætlunum Nuno Espírito Santo.

Hann hefur ekki náð að skora í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað á tímabilinu og var utan hóps þegar Hamrarnir töpuðu 3-2 gegn Aston Villa á sunnudag.

Fullkrug er 32 ára og hefur ekki byrjað leik síðan 4. október. Samkvæmt Guardian lítur West Ham á að kaupin á Fullkrug séu ein verstu mistök sem Tim Steidten, sem sá um leikmannamál félagsins, hafi gert.

Fullkrug var keyptur frá Borussia Dortmund á 27,5 milljónir punda sumarið 2024.

Háar launatölur hans hafa gert West Ham erfitt að selja hann en mögulegt er að hann verði lánaður til Milan út tímabilið.

Fullkrug hefur engan veginn fundið sig í enska boltanum og er aðeins með þrjú mörk í ellefu byrjunarliðsleikjum.

West Ham er í basli, situr í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið heimsækir Manchester City á laugardag.

Félagið er að reyna að fá Josh Sargent frá Norwich og vill einnig bæta við sig varnarmanni. Félagið gæti fengið inn meiri pening til leikmannakaupa ef það tekst að losa James Ward-Prowse og Luis Guilherme. Þá gætu komið tilboð frá Brasilíu í Lucas Paqueta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner