Þegar leik Liverpool og Brighton lauk á laugardag þá gekk Mohamed Salah um völlinn og klappaði fyrir stuðningsmönnum. Var hann að taka kveðjuhring?
Salah hefur verið ósáttur með bekkjarsetu að undanförnu og fór í margumtalað viðtal á dögunum þar sem hann sagði meðal annars að samband sitt við Arne Slot, stjóra Liverpool, væri ekki lengur til staðar.
Salah hefur verið ósáttur með bekkjarsetu að undanförnu og fór í margumtalað viðtal á dögunum þar sem hann sagði meðal annars að samband sitt við Arne Slot, stjóra Liverpool, væri ekki lengur til staðar.
Salah sagði jafnframt í viðtalinu að hann hefði beðið alla fjölskyldu sína að mæta á leikinn gegn Brighton og gaf þar í skyn að sá leikur yrði hans síðasti fyrir félagið.
Magnús Haukur Harðarson telur að Salah hafi ekki sagt sitt síðasta hjá félaginu.
„Ég held að hann hafi meira bara verið að þakka fyrir stuðninginn. Það er mín tilfinning," sagði Magnús Haukur í Enski boltinn hlaðvarpinu.
„Hinn misgáfaði Jamie Carragher talaði um að stuðningsmenn væru búnir að velja Slot og eitthvað svona kjaftæði. Þetta snýst ekki um stöðubaráttu milli þeirra tveggja, ég sé ekki þannig. Stuðningsmenn sýna stuðning við þá báða."
Salah er einn besti leikmaður sem spilað hefur fyrir Liverpool og Magnús Haukur kallar eftir virðingu í hans garð.
„Það hefur enginn leikmaður skorað og lagt upp fleiri mörk fyrir eitt félag. Menn verða að drullast til að setja virðingu á nafnið á gæjanum. Ég er ekki seldur á að Slot sé maðurinn en á meðan sigrarnir eru að detta inn þá vonar maður að þetta klikki á jákvæðan hátt. Ég er glaður meðan Liverpool vinnur," sagði Magnús Haukur.
„Umræðan í kringum Salah er alltaf neikvæð. Ég botna ekkert í því."
Hann telur ekki að Salah fari í janúar en hann gæti farið eftir tímabilið. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir





