Björn Daníel Sverrisson lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur snúið sér að þjálfun. Hann var í síðasta mánuði tilkynntur sem nýr þjálfari Sindra í 3. deildinni.
Óli Stefán Flóventsson, fyrrum þjálfari Sindra og núverandi þjálfari Selfoss, segir þetta spennandi ráðningu og minna á þegar hann tók sjálfur sín fyrstu skref í þjálfun. Fótbolti.net ræddi við Óla í síðustu viku og spurði hann út í Björn Daníel.
Óli Stefán Flóventsson, fyrrum þjálfari Sindra og núverandi þjálfari Selfoss, segir þetta spennandi ráðningu og minna á þegar hann tók sjálfur sín fyrstu skref í þjálfun. Fótbolti.net ræddi við Óla í síðustu viku og spurði hann út í Björn Daníel.
„Þetta er nánast sama formúla og var hjá mér. Þegar ég lagði skóna á hilluna og hætti að spila með Grindavík fór ég austur og þjálfaði í rauninni í fyrsta skiptið. Hann er að fara sömu leið, stígur beint úr leikmannaferlinum og inn í þjálfun hjá Sindra í fyrsta sinn.“
„Ég er búinn að hitta hann og við áttum gott spjall. Hann er allaveganna með réttar hugmyndir. Það er ekki hægt að þræta fyrir það að hann er með mjög háa fótboltagreind. Svo er hann á þannig stað að hann fær svigrúm til að gera mistök, eitthvað sem þú færð ekki á hærra 'leveli'.
Það er líka eitthvað sem ég sagði við hann sem hjálpaði mér sem þjálfara, að geta gert öll þessi mistök í neðri deildum. Hann á alveg örugglega eftir að spjara sig,“ sagði Óli Stefán að lokum.
Athugasemdir




