Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Verður bara gaman að fylgjast með þessari veislu úr stúkunni"
Skoraði 29 mörk í 130 KSÍ leikjum með Þrótti.
Skoraði 29 mörk í 130 KSÍ leikjum með Þrótti.
Mynd: Jón Margeir Þórisson
Kári Kristjánsson var í síðustu viku keyptur frá uppeldisfélagi sínu, Þrótti Reykjavík, til FH. Kári er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Þrótti undanfarin ár.

Það hefur verið stígandi í gengi Þróttar undir stjórn Sigurvins Ólafssonar og fór liðið í úrslitaleik við Þór í haust um toppsæti Lengjudeildarinnar. Þór vann þann leik og Þróttur þurfti að fara í umspilið þar sem liðið tapaði gegn HK.

Kári ræddi um Þrótt í viðtali við Fótbolta.net í gær. Hann segir að það hafi verið erfitt að fara frá f'elaginu.

„Þetta var gríðarlega erfitt, hrikalega erfiður endir í haust, leiðinlegt að skilja við liðið á þessum stað. Liðið er samt ennþá í toppmálum þó að ég fari," segir Kári.

„Það er auðvelt að horfa til baka í Þórsleikinn (í lokaumferðinni), úrslitaleikurinn. Það var eiginlega einn af okkar betri leikjum í sumar, eins og maður heyrði Sigga (þjálfara Þórs) og leikmenn tala um að við hefðum verið helvíti góðir, sem var svolítið súrt. Það vantaði bara drápseðlið í okkur. Þórsarar voru með reynsluna og vissu nákvæmlega hvernig þeir ætluðu að klára þennan leik, á meðan vorum við ungir og graðir, spiluðum vel en það var ekki nóg því miður."

Hann mun áfram fylgjast vel með sínum mönnum.

„Það verður bara skemmtilegt að fylgjast með Þrótti, þetta er náttúrulega eitt skemmtilegasta lið landsins að horfa á og það verður bara gaman að fylgjast með þessari veislu úr stúkunni," segir Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Athugasemdir
banner
banner