Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 14:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óðinn fer í Aftureldingu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óðinn Bjarkason er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið í Aftureldingu.

Óðinn er 19 ára sóknarmaður sem er uppalinn hjá KR og samningsbundinn félaginu en lék á láni með ÍR á síðasta tímabili.

Óðinn var eftirsóttur og höfðu Grótta, Þróttur, Njarðvík og ÍR einnig áhuga á því að fá hann, en hann er á leið í Mosfellsbæ. Afturelding kaupir hann af KR.

Óðinn á alls að baki 58 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað þrettán mörk. Hann skoraði þrjú mörk fyrir ÍR í sumar.

Tvíburabróðir hans, Dagur, er leikmaður Gróttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner