Bruno Fernandes segir að stjórnendur Manchester United hafi reynt að neyða hann til að yfirgefa félagið þegar risatilboð barst frá Sádi-Arabíu síðasta sumar. Al-Hilal vildi fá Bruno en hann ákvað sjálfur að vera áfram á Old Trafford.
United hefði fengið 100 milljónir punda fyrir þennan 31 árs miðjumann og Bruno segir að stjórnendur félagsins hafi verið tilbúnir að selja sig. Stjórinn Rúben Amorim vildi hinsvegar ekki missa fyrirliða sinn.
Samkvæmt fréttum var Al-Hilal tilbúið að greiða Bruno 700 þúsund pund á viku.
United hefði fengið 100 milljónir punda fyrir þennan 31 árs miðjumann og Bruno segir að stjórnendur félagsins hafi verið tilbúnir að selja sig. Stjórinn Rúben Amorim vildi hinsvegar ekki missa fyrirliða sinn.
Samkvæmt fréttum var Al-Hilal tilbúið að greiða Bruno 700 þúsund pund á viku.
„Ég get ekki kvartað, ég fæ mjög vel greitt en munurinn hefði þó klárlega verið mjög mikill. Það var aldrei það sem stýrði mér. Ef ég þarf einn daginn að spila í Sádi-Arabíu þá mun ég gera það," segir Bruno Fernandes í nýju viðtali við Canal 11.
„Lífsstíll minn myndi breytast, það kæmi sól inn í líf barnanna minna eftir sex ár í kulda og rigningu í Manchester. Ég myndi spila í vaxandi deild með mörgum þekktum leikmönnum."
Það gerði meira en að særa
„Félagið vildi að ég myndi fara, ég er með það í huganum. Peningar eru mikilvægir. Ég ákvað að vera áfram, ekki bara af fjölskylduástæðum heldur því mér líður vel hjá félaginu. Samtal við stjórann fékk mig líka til að vilja vera áfram. En tilfinningin sem ég fékk frá félaginu var að það yrði ekki slæmt ef ég myndi fara, það særði."
„Það gerði meira en að særa, það gerði mig leiðan því ég er leikmaður sem er alltaf til staðar og gef mig allan í leikina. Svo sérðu leikmenn í kringum þig sem meta félagið ekki eins mikið og verja það ekki eins mikið... það gerir þig leiðan."
Bruno sagði í sumar að hann ætti óklárað verk hjá Manchester United. Hann er með 103 mörk og 93 stoðsendingar í 307 leikjum fyrir félagið og er samningsbundinn til sumarsins 2027.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 16 | 11 | 3 | 2 | 30 | 10 | +20 | 36 |
| 2 | Man City | 16 | 11 | 1 | 4 | 38 | 16 | +22 | 34 |
| 3 | Aston Villa | 16 | 10 | 3 | 3 | 25 | 17 | +8 | 33 |
| 4 | Chelsea | 16 | 8 | 4 | 4 | 27 | 15 | +12 | 28 |
| 5 | Crystal Palace | 16 | 7 | 5 | 4 | 20 | 15 | +5 | 26 |
| 6 | Man Utd | 16 | 7 | 5 | 4 | 30 | 26 | +4 | 26 |
| 7 | Liverpool | 16 | 8 | 2 | 6 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 8 | Sunderland | 16 | 7 | 5 | 4 | 19 | 17 | +2 | 26 |
| 9 | Everton | 16 | 7 | 3 | 6 | 18 | 19 | -1 | 24 |
| 10 | Brighton | 16 | 6 | 5 | 5 | 25 | 23 | +2 | 23 |
| 11 | Tottenham | 16 | 6 | 4 | 6 | 25 | 21 | +4 | 22 |
| 12 | Newcastle | 16 | 6 | 4 | 6 | 21 | 20 | +1 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 16 | 5 | 6 | 5 | 25 | 28 | -3 | 21 |
| 14 | Fulham | 16 | 6 | 2 | 8 | 23 | 26 | -3 | 20 |
| 15 | Brentford | 16 | 6 | 2 | 8 | 22 | 25 | -3 | 20 |
| 16 | Nott. Forest | 16 | 5 | 3 | 8 | 17 | 25 | -8 | 18 |
| 17 | Leeds | 16 | 4 | 4 | 8 | 20 | 30 | -10 | 16 |
| 18 | West Ham | 16 | 3 | 4 | 9 | 19 | 32 | -13 | 13 |
| 19 | Burnley | 16 | 3 | 1 | 12 | 18 | 33 | -15 | 10 |
| 20 | Wolves | 16 | 0 | 2 | 14 | 9 | 35 | -26 | 2 |
Athugasemdir




