Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 13:40
Kári Snorrason
U21 þjálfarastaðan á dagskrá á nýju ári - „Skoðum hvað hentar KSÍ til lengri tíma litið“
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enn hefur ekki verið ráðið í þjálfarastöðu U21 árs landsliðs karla. Staðan losnaði eftir að Ólafur Ingi Skúlason var ráðinn sem þjálfari Breiðabliks.

Lúðvík Gunnarsson stýrði liðinu í síðasta glugga en hann var aðstoðarmaður Ólafs Inga með U21 liðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna verða nánar skoðaða á næsta ári, en næsta verkefni liðsins er í lok mars.

„Við erum bara að skoða mikið hjá okkur innan hjá knattspyrnusambandinu og þetta kemur í ljós þegar þetta kemur. Næsta verkefni er í mars og þetta verður skoðað frekar á nýju ári. Við skoðum þessi mál út frá því hvað hentar knattspyrnusambandinu til lengri tíma litið.“

Er einhver sérstakur prófíll í huga?

„Það er ekki neitt komið upp á borðið þannig. Við munum skoða þetta í rólegheitunum hvernig hlutir henta á nýju ári,“ sagði Þorvaldur að lokum.

Ejub Purisevic og Halldór Árnason eru meðal nafna sem hafa verið orðaðir við starfið. Næsti leikur U21 landsliðsins í undankeppni EM verður í mars.
Athugasemdir