Stjarnan tekur á móti Víkingi í 24. umferð Bestu deildarinnar á mánudag, annarri umferð efri hlutans. Um liðin í fyrsta og þriðja sæti er að ræða, Stjarnan er fjórum stigum á eftir toppliði Víkings þegar tólf stig eru eftir í pottinum.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ. Það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir miðum á leikinn og alveg ljóst að stúkan verður alveg vel rúmlega full þegar flautað verður á.
Fótbolti.net ræddi við Dag Jónsson sem er markaðsstjóri Stjörnunnar.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ. Það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir miðum á leikinn og alveg ljóst að stúkan verður alveg vel rúmlega full þegar flautað verður á.
Fótbolti.net ræddi við Dag Jónsson sem er markaðsstjóri Stjörnunnar.
„Miðasalan hefur farið miklu hraðar af stað en við höfum séð áður. Við erum með mjög stóran árskortagrunn og árskortahafar eru að tryggja sér miða mjög snemma, greinilega mikil spenna fyrir þessum leik."
„Ég hef rætt við Víkingana og það er eins, við þekkjum hvernig þeir mæta, þeir mæta vel og styðja vel við liðið sitt. Við eigum von á mjög skemmtilegum leik og mikilli stemningu."
„Við viljum hvetja alla að tryggja sér miða sem allra fyrst og ekki treysta á að geta gengið beint að hurðinni á leikdegi og fengið miða. Það er alls konar í undirbúningnum sem við þurfum að tryggja. Ef við þurfum að gera ráðstafanir út af mikilli mætingu þá þurfum við að gera þær fyrir helgi eða um helgina varðandi það að setja upp palla og svoleiðis - sem við munum gera ef til þess kemur. Þannig því fyrr sem fólk kaupir miða því betra, það má búast við hörkumætingu og það verður yfirflæði úr stúkunni. Hún tekur rúmlega 1000 manns í sæti og svo geta um 200 manns staðið upp, það verða því örugglega settir upp pallar. Valdi vallarstjóri verður fremstur flokki í þeim efnum."
Hvað gætu margir verið á pöllum ef eftirspurnin verður í toppi?
„Stjarnan-Breiðablik árið 2010, þá voru 2400 manns á leiknum. Stjarnan-KR fyrir nokkrum árum var 2600 og einhverjir leikir verið í 2300. Yfirflæðið getur alltaf farið niður úr stúkunni og meðfram vellinum, en við viljum gera þetta almennilega. Við ætlum ekki að takmarka hversu margir Víkingar geta komið, viljum fá eins marga og eins góða stemningu og hægt er. Leikurinn er þess eðlis, mikilvægur fyrir bæði lið. Úrslitin geta haft mikil áhrif á framhaldið."
„Við ætlum að gera leikdagsupplifunina eins góða og hægt er. Við ætlum að opna svæðið snemma, opnum allt svæðið, líka VIP-rýmið, eins og við gerðum í úrslitakeppninni í körfunni og það lukkaðist mjög vel. Icelandic Street Food verður með kjötsúpuna á svæðinu, heitt kakó, Dúllubar opinn og lifandi tónlist. Við stefnum að því að gera þetta eins vel og hægt er," segir Dagur.
„Miðað við hvernig þetta lítur út núna verður þetta mjög stórt, salan er þannig að við erum nálægt því að fara í yfirflæði. Við hvetjum alla aðdáendur fótboltans til að mæta og taka þátt í þessari upplifun."
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 23 | 13 | 6 | 4 | 49 - 28 | +21 | 45 |
2. Valur | 23 | 12 | 5 | 6 | 54 - 36 | +18 | 41 |
3. Stjarnan | 23 | 12 | 5 | 6 | 43 - 35 | +8 | 41 |
4. Breiðablik | 23 | 9 | 8 | 6 | 38 - 36 | +2 | 35 |
5. FH | 23 | 8 | 7 | 8 | 41 - 35 | +6 | 31 |
6. Fram | 23 | 8 | 5 | 10 | 33 - 33 | 0 | 29 |
Athugasemdir