Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 25. október 2021 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líkir Havertz við Eið Smára
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: EPA
Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Kai Havertz minni sig á Eið Smára Guðjohnsen.

Cole og Eiður Smári spiluðu saman hjá Chelsea á sínum tíma.

Cole vinnur í dag sem sérfræðingur í sjónvarpi og hann var að vinna í kringum leik Chelsea og Norwich síðasta laugardag. Þar hrósaði hann Havertz, sem spilaði sem fremsti maður Lundúnaliðsins í leiknum.

„Hann er framúrskarandi leikmaður og ég elska að sjá hann spila í þessari stöðu (sem fremsti maður)," sagði Cole í útsendingu BT Sport frá leiknum.

Cole talaði um að Havertz væri gáfaður leikmaður sem væri góður í kringum teiginn. Hann tæki góð hlaup einnig. Svo sagði hann: „Hann minnir mig mikið á Eið. Hann gat spilað fremstur og einnig leyst hlutverk á miðsvæðinu."

Eiður Smári er í dag aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann er einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt.

Havertz er 22 ára og var keyptur til Chelsea í fyrra frá Bayer Leverkusen fyrir allt að 71 milljón punda. Hann hefur skorað 11 mörk í 57 leikjum fyrir Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner