Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Usain Bolt fékk nóg - „Brandari"
Usain Bolt.
Usain Bolt.
Mynd: Getty Images
Usain Bolt, sem var fljótasti maður í heimi um margra ára skeið, var ekki skemmt þegar Manchester United tapaði fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

United tapaði ekki bara, liðið var niðurlægt í leiknum. Leikar enduðu 0-5 fyrir gestina á Old Trafford.

Bolt er mikill stuðningsmaður Man Utd og hann lét í sér heyra á Twitter, á meðan leiknum stóð.

„Brandari," skrifaði Bolt snemma í leiknum. Liverpool var komið 0-2 yfir eftir 13 mínútur.

„Þetta verður langur dagur," skrifaði Bolt og svo gafst hann upp. „Vekið mig þegar þetta er búið."

Það væri athyglisvert að vita hvort Solskjær væri til í nýjan knattspyrnustjóra. Pressan er gríðarlega á Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær.


Athugasemdir
banner