banner
   fim 25. nóvember 2021 19:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í Evrópu: Leicester þarf á sigri að halda - Alfons byrjar
Mynd: EPA
Byrjunarliðin í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni í leikjum kvöldsins eru klár.

Leicester þarf nauðsynlega á sigri að halda er liðið mætir Legia á heimavelli í kvöld. Liðið er í neðsta sæti riðilsins í Evrópudeildinni en kemst á toppinn með sigri í kvöld.

Patson Daka er í fremstu víglínu ásamt Ademola Lookman og Harvey Barnes. Brendan Rodgers stjóri liðsins stillir upp í fjögurra manna varnarlínu með Timothy Castagne, Caglar Soyuncu, Johnny Evans og Thomas.

Íslendingar eru í eldlínunni í kvöld en aðeins einn er í byrjunarliðinu. Það er Alfons Sampsted leikmaður Bodö/Glimt. Bodö er á toppi C riðils í Sambandsdeildinni en liðið mætir CSKA Sofia á heimavelli í kvöld og getur tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni með sigri.

Albert Guðmundsson er á bekknum hjá AZ Alkmaar sem getur tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Sambandsdeildarinnar með sigri á Jablonec í kvöld. Þá byrjar Rúnar Már Sigurjónsson á bekknum hjá Cluj.

Liðið er með AZ í riðli en Cluj getur blandað sér í baráttuna um sæti í 16 liða úrslitum með sigri í kvöld.

Leicester:Schmeichel (c), Castagne, Söyüncü, Evans, Thomas, Maddison, Ndidi, Soumare, Lookman, Daka, Barnes
Athugasemdir
banner
banner
banner