Arsenal er með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir mjög áhugaverða 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal var í miklu stuði gegn Tottenham og vann 4-1 sigur á sunnudaginn.
Markvörður: Alphonse Areola (West Ham) - Var í algjörri yfirvinnu gegn Bournemouth og hélt West Ham inni í leiknum sem endaði að lokum með 2-2 jafntefli.
Varnarmaður: Daniel Munoz (Crystal Palace) - Hefur verið það góður að hann gerir tilkall í að vera leikmaður tímabilsins.
Varnarmaður: Murillo (Nottingham Forest) - Skoraði og var algjörlega geggjaður í 3-0 sigri Forest gegn Liverpool.
Varnarmaður: Malick Thiaw (Newcastle) - Hefur verið afskaplega öflugur í vörn Newcastle síðan hann kom frá AC Milan. Átti mjög flottan leik þegar Newcastle vann Manchester City.
Varnarmaður: Ferdi Kadioglu (Brighton) - Enn einn demanturinn sem Brighton hefur fundið. Tyrkneski landsliðsmaðurinn er fjölhæfur nútímaleikmaður.
Miðjumaður: Elliot Anderson (Nottingham Forest) - Var algjör drifkraftur á miðsvæði Forest sem rúllaði yfir Liverpool.
Sóknarleikmaður: Eberechi Eze (Arsenal) - Þrenna í Norður-Lundúnaslagnum. Maðurinn sem allir eru að tala um núna. Besti maður vallarins.
Sóknarleikmaður: Morgan Rogers (Aston Villa) - Skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Leeds. Gerði svo sannarlega gæfumuninn.
Sóknarleikmaður: Callum Wilson (West Ham) - Er að komast í gang hjá Hömrunum og skoraði tvö frábær mörk gegn Bournemouth.
Sóknarleikmaður: Harvey Barnes (Newcastle) - Stal senunni með því að skora tvívegis í sigrinum gegn Manchester City.
Stjóri: Sean Dyche (Nottingham Forest) - Útþjálfaði Arne Slot. Forest hefði vel getað skorað fleiri mörk!
Athugasemdir



