Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur fær öflugan leikmann frá FH (Staðfest)
Kvenaboltinn
Gerir tveggja ára samning
Gerir tveggja ára samning
Mynd: Valur
Skoraði sigurmarkið gegn Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Skoraði sigurmarkið gegn Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Brynja Kristinsdóttir er gengin í raðir Vals en hún kemur til félagsins frá FH. Margrét, sem er 19 ára miðjumaður, skrifar undir tveggja ára samning á Hlíðarenda.

Hún er uppalin í Breiðabliki en fór í FH fyrir tímabilið 2023. Hún á að baki 97 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 14 mörk. Þá á hún að baki 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur í þeim skorað átta mörk.

Hún spilaði ekki leik í um þrjá mánuði í sumar en kom þrátt fyrir það við sögu í 15 leikjum í Bestu deildinni og skoraði tvö mörk. FH endaði í öðru sæti deildarinnar og Valur því sjötta. Hún skoraði sigurmarkið gegn Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, skoraði á 119. mínútu leiksins.

Tilkynning Vals
Margrét er talin ein af efnilegustu ungu knattspyrnukonum landsins. Hún hefur vakið athygli fyrir frábæran leikskilning, góða tækni og mikinn vinnuanda á miðjunni. Þá hefur hún leikið með íslenskum landsliðum í yngri flokkum og sýnt þar að hún býr yfir gæðum og metnaði sem lofa góðu til framtíðar.

Gareth Owen, tæknilegur ráðgjafi Vals, segir:

„Við erum gríðarlega ánægð að fá Margréti til okkar í Val. Hún hefur ítrekað sýnt að hún er kraftmikil, metnaðarfull og spennandi leikmaður sem á eftir að styrkja liðið strax. Við höfum mikla trú á hæfileikum hennar og teljum að hún muni dafna og blómstra í okkar umhverfi. Þetta er stórt og eðlilegt næsta skref á hennar ferli.“

Valur býður Margréti Brynju innilega velkomna í rauða búninginn og hlakkar til að sjá hana hefja æfingar á Hlíðarenda.
Athugasemdir
banner