Sparkspekingurinn Jamie Carragher setur spurningamerki við leiðtogahæfileika Mo Salah og gagnrýnir að ekkert heyrist í honum núna þegar illa gengur hjá liðinu.
Liverpool er í brasi og Salah hefur varla náð að vera skugginn af sjálfum sér. Liverpool tapaði 3-0 gegn Nottingham Forest og hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum.
Liverpool er í brasi og Salah hefur varla náð að vera skugginn af sjálfum sér. Liverpool tapaði 3-0 gegn Nottingham Forest og hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum.
„Eftir alla þessa tapleiki er það alltaf Virgil van Dijk sem kemur og tjáir sig. Sem fyrirliði á hann að gera það. En það ættu að vera fleiri í klefanum sem ættu að stíga fram og tala fyrir hönd liðsins," segir Carragher.
„Fyrir ári síðan var Salah ekki feiminn við að tjá sig um eigin stöðu og að félagið væri ekki að bjóða honum nýjan samning. Ég heyri Salah bara tala þegar hann er valinn maður leiksins eða þarf nýjan samning."
„Ég væri til í að sjá Salah stíga fram sem einn af leiðtogunum, goðsögn hjá félaginu og tala fyrir hönd liðsins. Það þarf ekki alltaf að vera fyrirliðinn."
Leikmenn sem eru valdir maður leiksins eiga að mæta í viðtöl og þá var Salah duglegur að láta í sér heyra áður en hann gerði nýjan tveggja ára samning fyrr á þessu ári.
Athugasemdir


