Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gallagher gríðarlega eftirsóttur á Englandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Conor Gallagher er ósáttur með lítinn spiltíma hjá Atlético Madrid og hefur verið orðaður við félagaskipti til Englands í janúarglugganum.

Gallagher er eftirsóttur af félögum í ensku úrvalsdeildinni og vill hann ólmur skipta um lið til að fá meiri spiltíma. Hann vill berjast um sæti í landsliðshópi Englands á HM á næsta ári en hefur aðeins komið við sögu í einum leik á árinu.

Gallagher hefur verið mikilvægur hlekkur í enska landsliðinu á síðustu árum en félagaskiptin til Atlético hafa ekki hjálpað honum.

Hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Atlético hingað til á tímabilinu en yfirleitt inn af bekknum. Þannig hefur það verið síðustu átta keppnisleiki Atlético í röð.

Gallagher er 25 ára gamall með rúmlega fjögur ár eftir af samningi. Óljóst er hvort félagið sé reiðubúið til að selja hann fyrir rétta upphæð en það er afar ólíklegt að hann fái að yfirgefa Madríd á lánssamningi.

Sky Sports segir að Atlético gæti verið reiðubúið til að selja Gallagher ef tilboð berst sem hljóðar upp á 40 milljónir evra eða meira. Það er sama kaupverð og Atlético borgaði til að festa kaup á miðjumanninum í fyrrasumar.

Í frétt Sky er einnig tekið fram að öll úrvalsdeildarfélögin nema fjögur hafi sýnt Gallagher áhuga í sumar eða í haust. Þau lið sem hafa ekki reynt að krækja í miðjumanninn orkumikla eru stórveldin Chelsea, Arsenal, Liverpool og Manchester City.

Newcastle, Crystal Palace og Aston Villa eru taldir líklegir áfangastaðir ásamt Manchester United og Tottenham - ef Gallagher fær að skipta um félag.

Gallagher var lykilmaður upp yngri landslið Englands og er með 22 leiki að baki fyrir A-landsliðið.

   18.11.2025 13:20
Gallagher ósáttur hjá Atlético

Athugasemdir
banner
banner