Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 10:56
Elvar Geir Magnússon
Ömurleg tölfræði Zirkzee - Leikmenn verðskulduðu baulið
Zirkzee nýtti tækifærið alls ekki.
Zirkzee nýtti tækifærið alls ekki.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það var baulað á lið Manchester United eftir 0-1 tapið gegn Everton á Old Trafford í gær. Gary Neville, fyrrum fyrirliði United, segir að viðbrögð áhorfenda hafi verið verðskulduð.

„Liðið sýndi engan baráttuanda. Við erum að reyna að byggja upp traust á stjórann og liðið. Það var baulað í lokin. Það var verðskuldað baul. Þetta var virkilega slök frammistaða," segir Neville.

Þrátt fyrir að Everton missti mann af velli snemma leiks, eftir að Idrissa Gueye fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga sinn Michael Keane, þá skoraði Everton eina mark leiksins.

Zirkzee verður að gera betur
Matheus Cunha fékk höfuðhögg á æfingu og gat ekki verið með í gær. Þá er Benjamin Sesko á meiðslalistanum. Því fékk Joshua Zirkzee tækifærið en fann sig engan veginn.

„Maður býst við því að Cunha snúi aftur á sunnudaginn, í útileik gegn Crystal Palace. En Sesko verður frá í að minnsta kosti mánuð og það er ekki langt í að Bryan Mbeumo, Amad Diallo og Noussair Mazraoui, sem byrjuðu allir í gær, fari í Afríkukeppnina," segir Simon Stone, fréttamaður BBC.

„Zirkzee stefnir á að fara með Hollandi á HM en ef hann ætlar að fara þangað, og ef hann ætlar að vera áfram á Old Trafford, þá verður hann að gera betur."

Samkvæmt tölfræði Opta var Zirkzee með xG upp á 0,35 og átti þrjár marktilraunir. Hann átti fimm snertingar á boltann í vítateig andstæðingana en 25 alls. Hann átti 25 sendingar með 60% nákvæmni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner