Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svaf yfir sig og Arnar var ekki sáttur - „Tók töfluna og braut hana"
Umræðan skammarleg
Icelandair
Birkir Bjarnason hringdi í Gumma til að láta hann vita af fundinum.
Birkir Bjarnason hringdi í Gumma til að láta hann vita af fundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér finnst bara ótrúlegt að það sé ekki verið að sýna smá karakter og styðja þessa ungu íslensku leikmenn
Mér finnst bara ótrúlegt að það sé ekki verið að sýna smá karakter og styðja þessa ungu íslensku leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson valdi Guðmund Þórarinsson í landsliðið á síðasta ári. Guðmundur var í öllum hópum á síðasta ári fyrir utan fyrsta verkefnið í mars. Í kjölfarið á því verkefni minnti Gummi svo á sig í viðtali sem má nálgast hér að neðan.

„Enginn annar komist svona langt án þess að eiga alvöru landsleik"

Gummi var til viðtals í Chess After Dark í vikunni og ræddi um Arnar og landsliðið.

„Mér líst mjög vel á Arnar, fíla hann í botn. Það er reyndar ein góð saga frá því í Rúmeníu. Ég var mættur þangað og svaf yfir mig, það var ekki nema tíu tíma mismunur á Búkarest og New York," sagði Gummi.

„Arnar tók töfluna og eiginlega braut hana," sagði Gummi og hló.

„Ég vaknaði við það að Birkir Bjarnason var að hringja í mig og láta mig vita: 'Gummi, Gummi það er fundur'. Maður fær nánast hjartaáfall, ég hoppa í einhverjar buxur og hleyp að lyftunni. Ég mæti á fundinn, sest niður og segi bara 'sorry, sorry' - er bara að ná andanum. Þá tekur Arnar og neglir í töfluna, ég sver að púlsinn hefur aldrei slegið jafnhratt á ævinni," sagði Gummi.

Má vera gagnrýni en umræðan var skammarleg
Hann hélt áfram og ræddi um landsliðið og þá aðallega umræðuna og gagnrýnina sem landsliðið fékk seinni part árs.

„Ég hef þvílíka trú á Arnari, hann hefur unnið með mörgum af þessum rosalega efnilegum strákum í U21."

„Eins og umræðan var ... mér finnst þetta bara skammarlegt, í alvörunni. Mér finnst bara ótrúlegt að það sé ekki verið að sýna smá karakter og styðja þessa ungu íslensku leikmenn sem eru að taka sín fyrstu skref, komast í flotta klúbba."

„Mér er alveg sama þótt einhver sé að drulla yfir mig en ég veit að ég hefði ekki getað tekið því þegar ég var 21-22 ára, mér hefði fundist það ógeðslega erfitt ef umræðan hefði verið svona. Hvort sem það hefði verið persónuleg gagnrýni eða á liðið í heild."

„Það eru svo margir efnilegir strákar að gefa þeim ekki ... ég skil alveg og það má alveg vera gagnrýni en eins og það sem ég hef heyrt þá hefur þetta verið hálfgert skítkast. Ég vona að þessir strákar troði sokk og komist á stórmót - ég hef 100% trú á þeim og ég vona að ég verði partur af því líka. Gagnrýnin má vera en skítkast fer í taugarnar á mér,"
sagði Gummi. Umræðuna má nálgast í spilaranum að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner