Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. janúar 2023 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimm leikmenn Man City sagðir ósáttir
Cancelo hefur verið ónotaður varamaður í síðustu leikjum
Cancelo hefur verið ónotaður varamaður í síðustu leikjum
Mynd: EPA
Bernardo hefur verið orðaður við Barcelona
Bernardo hefur verið orðaður við Barcelona
Mynd: EPA
Fimm leikmenn Manchester City eru sagðir ósáttir með sína stöðu hjá félaginu um þessar mundir. Það eru þeir Bernardo Silva, Joao Cancelo, Ilkay Gundogan, Aymeric Laporte og Kyle Walker.

Það er blaðamaður spænska fjölmiðilsins El Chiringuito sem heldur þessu fram.

Bernardo hefur verið orðaður við Barcelona í talsvert langan tíma. Hann hefur komið inn á sem varamaður seint í síðustu tveimur leikjum.

Cancelo var lykilmaður hjá City fyrri hluta tímabilsins en hann hefur í síðustu fimm deildarleikjum í þrígang verið ónotaður varamaður. City hefur unnið tvo sigra í röð og Cancelo kom ekki við sögu í þeim leikjum. Fjallað var um það í slúðurpakkanum að AC Milan fylgist með stöðu mála hjá bakverðinum.

Samningur Gundogan rennur út í sumar og hefur hann verið orðaður við önnur félög. Hann er fyrirliði City og ólíkt fyrri tveimur hefur hann verið í byrjunarliðinu í undanförnum leikjum.

Laporte hefur glímt við meiðsli á tímabilinu og talsvert þurft að sitja á bekknum. Hann byrjaði í síðasta leik gegn Wolves en síðasta deildarleikur sem hann spilaði þar á undan var gegn Brentford í nóvember.

Hlutverk Walker í liðinu hefur aðeins breytt eftir innkomu Rico Lewis í liðið. Walker lék gegn Manchester United, kom seint inn á gegn Tottenham og var svo ónotaður varamaður gegn Wolves.
Athugasemdir
banner
banner