Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. febrúar 2021 08:30
Aksentije Milisic
Ancelotti vill vera lengi hjá Everton
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að hann vonist til þess að vera hjá félaginu sem lengst. Hann vill stýra liðinu þegar það færir sig yfir á nýja heimavöllinn á Bramley-Moore Dock árið 2024.

Samningur Ancelotti rennur út það ár en hann vonar að hann verði búinn að standa sig nægilega vel til að fá lengri samning.

„Ég vil vera hér þegar nýji leikvangurinn verður klár. Það yrði flott afrek fyrir mig," sagði Ítalinn.

„Ef þú nærð að klára saminginn árið 2024 þá stóðustu þig vel og ef þú stendur þig vel þá færðu lengri samning. Mér líður vel hér og ég vil vera hér sem lengst."

Þessi vika hefur verið góð fyrir Everton. Liðið vann á Anfield í fyrsta skiptið síðan árið 1999 og þá krotaði Lucas Dinge, varafyrirliði liðsins, undir nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner