Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 26. maí 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Leboeuf gagnrýnir Fofana og segir hann þurfa að þroskast
Frank Lebouef, fyrrum varnarmaður Chelsea, hefur gagnrýnt Wesley Fofana og er óánægður með frammistöðu hans síðan hann gekk í raðir Chelsea síðasta sumar frá Leicester.

Chelsea keypti hann á 70 milljónir punda en hefur ekki staðið undir verðmiðanum. Hann hefur verið talsvert á meiðslalistanum og aðeins leikið 18 leiki á tímabilinu.

Hann átti erfitt kvöld í gær þegar United vann 4-1 sigur gegn Chelsea.

„Hann hefur allt til brunns að bera til að vera einn besti miðvörður deildarinnar en hann þarf að vaxa og þroskast," segir Lebouef en hann er 22 ára.

„Hann er núna hjá stóru félagi og þarf að vaxa mjög snögglega til að koma liðinu sínu ekki í vandræði. Líkamstjáningin þarf að vera betri og hugarfarið."

Fofana er ekki eini leikmaður Chelsea sem hefur verið í vandræðum en Chelsea á tímabilinu er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner