Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 26. júlí 2020 08:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Extra vel gert hjá Valgeiri sem á skilið mikið hrós
Valgeir Lunddal Fridriksson,
Valgeir Lunddal Fridriksson,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Fridriksson, sem verður 19 ára í desember, hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Val og spilar þar í vinstri bakverði.

Færeyingurinn Magnus Egilsson var fenginn fyrir tímabilið og byrjaði í þessari stöðu en Valgeir hefur slegið hann út.

Rætt var um Valgeir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Annað kvöld er hann að fara að mæta sínu uppeldisfélagi, Fjölni í Grafarvogi.

„Við töluðum um það í fyrra að þetta væru skrítin vistaskipti hjá honum. Hann fer úr Fjölni í Val, félag sem er alls ekki þekkt fyrir að nota unga stráka. Þetta hefur ekki verið staðurinn fyrir unga stráka," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Valgeir fer bara í 2. flokkinn hjá Val þegar hann kemur í fyrra. Við kjömmsuðum aðeins á því vegna þess að þetta er leikmaður sem þarf að spila. En hann var í basli með meiðsli."

„Hann hefur stækkað hratt og er rosa skrokkur en er líka góður í fótbolta. Hann er að spila á öfugri löpp. Það er ekki oft pláss fyrir unga stráka í Val en Heimir er ekki bara búinn að henda út atvinnumanni heldur manni sem hann sótti."

„Þetta er extra vel gert hjá honum og hann á skilið mikið hrós," segir Tómas Þór en í spilaranum hér að neðan má hlusta á útvarpsþáttinn.
Pepsi Max upphitun og uppgjör fyrsta þriðjungs Lengjudeildarinnar
Athugasemdir
banner